Mjög fjölbreytt afþreying er á og við Hellu. Leitið upplýsinga í gestamóttöku en hér eru nokkur dæmi um afþreyingu sem stendur gestum okkar til boða.

Hellarnir við Hellu

Upplifið einstakan ævintýraheim í hellaferð um Hellana við Hellu og heyrið söguna sem ekki hefur mátt segja um landnámið fyrir landnám.​
Lesa meira

Norðurljós

Stracta Hótel er kjörin staður til að skoða norðurljósin. Lýsing utandyra er þannig að ljós vísa niður og trufla því ekki birtuna frá norðurljósunum. Hægt er að liggja í heitum pottum og njóta útsýnis upp í himinhvolfið.

Lesa meira

Kajakferðir

Upplifðu náttúruna á einstakan hátt með kayakferðum á Stokkseyri (45 km) þar sem hægt er að róa í fallegu unhverfi.

Lesa meira

Hestaferðir

Íslenski hesturinn er einstakur í sinni röð með sínar 5 gangtegundir. Ekkert annað hestakyn býr yfir þeirri fjölhæfni sem íslenski hesturinn hefur.  Frá Hellu og nágrenni er hægt að fara í lengri og styttri útreiðatúra. Hafið samband við gestamóttöku.

Lesa meira

Stracta í náttúrunni

Frá STRACTA HÓTEL er stutt í allar helstu náttúruperlur Suðurlands. Náttúran í umhverfi hótelsins er stórbrotin og sagan við hvert fótmál. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í formi afþreyingar eða afslöppunar á Stracta Hótel.

Lesa meira

Sundlaugar

Um aldir hafa Íslendingar notað heita vatnið úr iðrum jarðar til baða. Í garði hótelsins eru heitir pottar og gufubað þar sem hægt er að slappa af og njóta tilverunnar. Góð sundlaug er bæði á Hellu og á Hvolsvelli.   

Lesa meira

Golf

Steinsnar frá hótelinu er 18 holu golfvöllur (Strönd). Það er sérstök upplifun að leika golf með útsýni til Heklu, Eyjafjallajökuls, Vestmannaeyja og stórkostlegs fjallahrings. 

Lesa meira

Frisbee golf

Á Hellu er Frisbee golfvöllur sem gestir hótelsins geta notið. Hafið samband við gestamóttökum hvar völlinn er að finna.

Lesa meira